Menntamálastofnun fimm ára Arnór Guðmundsson skrifar 1. október 2020 09:30 Menntamálastofnun hefur frá því hún var stofnuð þann 1. október 2015 verið í deiglu breytinga í íslensku menntakerfi. Mörgum hættir til að vanmeta þau miklu umskipti sem átt hafa sér stað í íslenskum skólum á undanförnum árum með innleiðingu aðalnámskráa sem gefnar voru út á árunum 2011 og 2013. Má þar nefna vinnu við grunnþætti menntunar, s.s. lýðræði, sköpun og jafnrétti, hæfnimiðað nám með breyttu námsmati og endurskoðun námsbrauta framhaldsskóla með styttingu námstíma. Það hefur verið hlutverk Menntamálastofnunar að styðja við skóla í þessum breytingum og veita stjórnvöldum og almenningi upplýsingar um stöðu þeirra. Menntamálastofnun er ætlað að stuðla að auknum gæðum og umbótum í menntakerfinu og innleiðingu stefnu stjórnvalda, m.a. með samþættingu aðalnámskrár, námsmats og námsgagna. Einnig sér stofnunin um ýmis stjórnsýsluverkefni, s.s. viðurkenningu einkaskóla og útgáfu leyfisbréfa til kennara. Fyrstu fimm árin hefur stofnunin byggt upp nauðsynlega innviði í starfsemi sinni til að geta veitt stjórnvöldum, skólum og almenningi sem besta þjónustu. Með Menntastefnu 2030 sem mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi nú í haust eru framundan mörg krefjandi verkefni sem stofnunin er nú í stakk búin að leggja sitt af mörkum til. Af þeim verkefnum sem Menntamálastofnun vinnur nú að vil ég nefna þrjú: Stafræn umbreyting þjónustu og námsgagna með uppbyggingu Menntaveru, endurskoðun námsmats og aukinn stuðningur við starfsnám í framhaldsskólum. Menntavera og stafræn umbreyting námsefnis Menntavera er samheiti yfir net upplýsingakerfa sem veita stjórnvöldum, skólum og almenningi þjónustu og aðgang að námskrám, námsgögnum, námsmati og menntagögnum. Stjórnvöld hafa nú boðað stórsókn í stafrænni þjónustu og þar er menntun ekki undanskilin. Menntayfirvöld hafa átt í góðu samstarfi við Stafrænt Ísland um að byggja upp þjónustu sem aðgengileg verður á Ísland.is. Byrjað verður á að veita aðgang að leyfisbréfum kennara og niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og stefnt er að því að í framtíðinni muni einstaklingar geta fengið aðgang að námsferli sínum og prófskírteinum á Ísland.is. En þetta er bara byrjunin. Fram undan eru stór verkefni, m.a. stafræn umbreyting námsgagna sem mun fela í sér gjörbreytingu í gerð þeirra og miðlun. Markmiðið er að framleiða námsefni sem stenst nútímakröfur um innihald, kennslufræði og framsetningu og kemur til móts við þarfir nemenda og skóla í tengslum við námskrá og aukna notkun spjaldtölva og annarrar tækni. Í nýlegri þarfagreiningu Menntamálastofnunar kom fram skýrt ákall frá kennurum, nemendum og foreldrum um aukið stafrænt og gagnvirkt námsefni. Á það ekki síst við nú á tímum Covid-19. Endurskoðun námsmats Nýlega lagði starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fram tillögur sem m.a. fela í sér að samræmd könnunarpróf verði lögð niður í núverandi mynd. Í stað þess verði þróað fjölbreytt safn námsmatstækja sem taki mið af prófum sem Menntamálastofnun hefur byggt upp að undanförnu til að meta lestur. Megintilgangur samræmds námsmats er að veita nemendum, kennurum og foreldrum upplýsingar um námsstöðu. Einnig nýtast niðurstöður samræmdra könnunarprófa fyrir skólastjórnendur og sveitarfélög til að fá upplýsingar um stöðu skóla og stjórnvöldum um stöðu menntakerfisins. Mikilvægt er að kasta ekki fyrir róða þeim mikilvægu upplýsingum sem samræmt námsmat veitir á sama tíma og unnið er að endurnýjun þeirra. Menntamálastofnun kannar nú hvernig hægt er að þróa námsmat með aukinn sveigjanleika og fjölbreytni í huga. Til skoðunar er að samræmd könnunarpróf verði í framtíðinni lögð fyrir í mjög breyttri mynd með fjölbreyttara innihaldi og sveigjanlegri próftíma. Eins er ekki ólíklegt að í framtíðinni verði námsmat meira samofið stafrænum námsgögnum. Þróun námsmats tekur tíma og vanda þarf til verka svo að þær upplýsingar sem próf veita séu réttmætar og áreiðanlegar. Til þess að geta boðið upp á gagnvirk prófatriði og að prófin aðlagist ólíkri hæfni nemenda þarf öflug hugbúnaðarkerfi sem ekki eru nú til staðar. Starfsnám í framhaldsskólum Menntamálastofnun hefur á undanförnum árum staðfest tæplega 300 nýjar námsbrautir í framhaldsskólum. Um 50% af þessum brautum eru til stúdentsprófs en einungis um 20% til starfsréttinda. Margt er óunnið í að auka námsframboð í starfsnámi og þróa það nám í takt við þarfir samfélags og atvinnulífs. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú falið Menntamálastofnun að efla stuðning við starfsnám í framhaldsskólum með aukinni samvinnu við fulltrúa atvinnulífs í starfsgreinaráðum. Einnig er nú unnið að því að samhæfa verknám nemenda með svokallaðri rafrænni ferilbók. Því miður hefur umræða um nám á framhaldsskólastigi hér á landi oft einskorðast við hefðbundið bóknám til stúdentsprófs en öðru hverju minnst á skort á áhuga nemenda á starfsnámi. Er þá tilhneiging til að horfa fram hjá fjölbreyttri uppbyggingu starfsnáms í fjölbrauta- og verknámsskólum landsins. Þess sjást nú merki að áhugi á starfsnámi fari vaxandi. Fram undan eru spennandi tímar með nýjum áherslum í verknámi, s.s. með aukinni nýtingu upplýsingatækni og sjálfbærra lausna. Á næstu árum er von til þess að afrakstur þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í menntamálum hér á landi skili sér í betra námi og tækifærum nemenda. Að því vill Menntamálastofnun áfram stuðla. Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Menntamálastofnun hefur frá því hún var stofnuð þann 1. október 2015 verið í deiglu breytinga í íslensku menntakerfi. Mörgum hættir til að vanmeta þau miklu umskipti sem átt hafa sér stað í íslenskum skólum á undanförnum árum með innleiðingu aðalnámskráa sem gefnar voru út á árunum 2011 og 2013. Má þar nefna vinnu við grunnþætti menntunar, s.s. lýðræði, sköpun og jafnrétti, hæfnimiðað nám með breyttu námsmati og endurskoðun námsbrauta framhaldsskóla með styttingu námstíma. Það hefur verið hlutverk Menntamálastofnunar að styðja við skóla í þessum breytingum og veita stjórnvöldum og almenningi upplýsingar um stöðu þeirra. Menntamálastofnun er ætlað að stuðla að auknum gæðum og umbótum í menntakerfinu og innleiðingu stefnu stjórnvalda, m.a. með samþættingu aðalnámskrár, námsmats og námsgagna. Einnig sér stofnunin um ýmis stjórnsýsluverkefni, s.s. viðurkenningu einkaskóla og útgáfu leyfisbréfa til kennara. Fyrstu fimm árin hefur stofnunin byggt upp nauðsynlega innviði í starfsemi sinni til að geta veitt stjórnvöldum, skólum og almenningi sem besta þjónustu. Með Menntastefnu 2030 sem mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi nú í haust eru framundan mörg krefjandi verkefni sem stofnunin er nú í stakk búin að leggja sitt af mörkum til. Af þeim verkefnum sem Menntamálastofnun vinnur nú að vil ég nefna þrjú: Stafræn umbreyting þjónustu og námsgagna með uppbyggingu Menntaveru, endurskoðun námsmats og aukinn stuðningur við starfsnám í framhaldsskólum. Menntavera og stafræn umbreyting námsefnis Menntavera er samheiti yfir net upplýsingakerfa sem veita stjórnvöldum, skólum og almenningi þjónustu og aðgang að námskrám, námsgögnum, námsmati og menntagögnum. Stjórnvöld hafa nú boðað stórsókn í stafrænni þjónustu og þar er menntun ekki undanskilin. Menntayfirvöld hafa átt í góðu samstarfi við Stafrænt Ísland um að byggja upp þjónustu sem aðgengileg verður á Ísland.is. Byrjað verður á að veita aðgang að leyfisbréfum kennara og niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og stefnt er að því að í framtíðinni muni einstaklingar geta fengið aðgang að námsferli sínum og prófskírteinum á Ísland.is. En þetta er bara byrjunin. Fram undan eru stór verkefni, m.a. stafræn umbreyting námsgagna sem mun fela í sér gjörbreytingu í gerð þeirra og miðlun. Markmiðið er að framleiða námsefni sem stenst nútímakröfur um innihald, kennslufræði og framsetningu og kemur til móts við þarfir nemenda og skóla í tengslum við námskrá og aukna notkun spjaldtölva og annarrar tækni. Í nýlegri þarfagreiningu Menntamálastofnunar kom fram skýrt ákall frá kennurum, nemendum og foreldrum um aukið stafrænt og gagnvirkt námsefni. Á það ekki síst við nú á tímum Covid-19. Endurskoðun námsmats Nýlega lagði starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fram tillögur sem m.a. fela í sér að samræmd könnunarpróf verði lögð niður í núverandi mynd. Í stað þess verði þróað fjölbreytt safn námsmatstækja sem taki mið af prófum sem Menntamálastofnun hefur byggt upp að undanförnu til að meta lestur. Megintilgangur samræmds námsmats er að veita nemendum, kennurum og foreldrum upplýsingar um námsstöðu. Einnig nýtast niðurstöður samræmdra könnunarprófa fyrir skólastjórnendur og sveitarfélög til að fá upplýsingar um stöðu skóla og stjórnvöldum um stöðu menntakerfisins. Mikilvægt er að kasta ekki fyrir róða þeim mikilvægu upplýsingum sem samræmt námsmat veitir á sama tíma og unnið er að endurnýjun þeirra. Menntamálastofnun kannar nú hvernig hægt er að þróa námsmat með aukinn sveigjanleika og fjölbreytni í huga. Til skoðunar er að samræmd könnunarpróf verði í framtíðinni lögð fyrir í mjög breyttri mynd með fjölbreyttara innihaldi og sveigjanlegri próftíma. Eins er ekki ólíklegt að í framtíðinni verði námsmat meira samofið stafrænum námsgögnum. Þróun námsmats tekur tíma og vanda þarf til verka svo að þær upplýsingar sem próf veita séu réttmætar og áreiðanlegar. Til þess að geta boðið upp á gagnvirk prófatriði og að prófin aðlagist ólíkri hæfni nemenda þarf öflug hugbúnaðarkerfi sem ekki eru nú til staðar. Starfsnám í framhaldsskólum Menntamálastofnun hefur á undanförnum árum staðfest tæplega 300 nýjar námsbrautir í framhaldsskólum. Um 50% af þessum brautum eru til stúdentsprófs en einungis um 20% til starfsréttinda. Margt er óunnið í að auka námsframboð í starfsnámi og þróa það nám í takt við þarfir samfélags og atvinnulífs. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú falið Menntamálastofnun að efla stuðning við starfsnám í framhaldsskólum með aukinni samvinnu við fulltrúa atvinnulífs í starfsgreinaráðum. Einnig er nú unnið að því að samhæfa verknám nemenda með svokallaðri rafrænni ferilbók. Því miður hefur umræða um nám á framhaldsskólastigi hér á landi oft einskorðast við hefðbundið bóknám til stúdentsprófs en öðru hverju minnst á skort á áhuga nemenda á starfsnámi. Er þá tilhneiging til að horfa fram hjá fjölbreyttri uppbyggingu starfsnáms í fjölbrauta- og verknámsskólum landsins. Þess sjást nú merki að áhugi á starfsnámi fari vaxandi. Fram undan eru spennandi tímar með nýjum áherslum í verknámi, s.s. með aukinni nýtingu upplýsingatækni og sjálfbærra lausna. Á næstu árum er von til þess að afrakstur þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í menntamálum hér á landi skili sér í betra námi og tækifærum nemenda. Að því vill Menntamálastofnun áfram stuðla. Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun