Ný bylgja í Rússlandi að ná hinni stóru Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 09:43 Heilbrigðisstarfsmenn við störf í Moskvu. AP/Dmitri Lovetsky Ríkisstjórn Vladimír Pútín í Rússlandi, er ekki með áætlanir um að setja aftur á takmarkanir og hertar sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu Covid-19 þar í landi. Síðasta sólarhringinn greindust 9.412 smitaðir í Rússlandi og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degin frá 1. júní. Heilt yfir hafa 1,2 milljónir smitast. Rúmlega 222 þúsund eru sagðir undir eftirliti lækna þessa dagana. Fólki með virk smit fjölgaði um 16,5 prósent á milli september og ágúst. Í frétt Moscow Times segir að þessi bylgja sem gengur nú yfir landið sé að nálgast þá fyrstu, með tilliti til fjölda smitaðra. Læknar í Moskvu segja að ekki séu til nægjanleg gjörgæslurúm í borginni til að anna þeim sem hafa veikst. Mikið álag á sjúkrahúsum í Moskvu Mikil fjölgun veikra hefur aukið álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn. Einn hjúkrunarfræðingur sem MT ræddi við segir álagið á sig vera tvöfalt verra en það var í sumar. Í sumar hafi tveir hjúkrunarfræðingar verið með tólf til 15 sjúklinga. Nú séu þeir um 40. Verið er að setja upp fleiri sjúkrarúm í borginni og er meðal annars verið að endurræsa þrjú bráðabirgðasjúkrahús sem reist voru í sumar. Ríkisstjórn Rússlands fundaði á þriðjudaginn og var þá kallað eftir því að íbúar landsins væru með grímur og stunduðu félagsforðun og persónulegar sóttvarnir. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, tilkynnti í vikunni tveggja vikna frí í skólum borgarinnar, og vísaði hann til þess að mörg börn hafa greinst með veiruna án þess að sýna einkenni. Hann hefur sömuleiðis lagt til að starfsmenn rúmlega fimm þúsund fyrirtækja vinni heima hjá sér um tíma. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ríkisstjórn Vladimír Pútín í Rússlandi, er ekki með áætlanir um að setja aftur á takmarkanir og hertar sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu Covid-19 þar í landi. Síðasta sólarhringinn greindust 9.412 smitaðir í Rússlandi og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degin frá 1. júní. Heilt yfir hafa 1,2 milljónir smitast. Rúmlega 222 þúsund eru sagðir undir eftirliti lækna þessa dagana. Fólki með virk smit fjölgaði um 16,5 prósent á milli september og ágúst. Í frétt Moscow Times segir að þessi bylgja sem gengur nú yfir landið sé að nálgast þá fyrstu, með tilliti til fjölda smitaðra. Læknar í Moskvu segja að ekki séu til nægjanleg gjörgæslurúm í borginni til að anna þeim sem hafa veikst. Mikið álag á sjúkrahúsum í Moskvu Mikil fjölgun veikra hefur aukið álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn. Einn hjúkrunarfræðingur sem MT ræddi við segir álagið á sig vera tvöfalt verra en það var í sumar. Í sumar hafi tveir hjúkrunarfræðingar verið með tólf til 15 sjúklinga. Nú séu þeir um 40. Verið er að setja upp fleiri sjúkrarúm í borginni og er meðal annars verið að endurræsa þrjú bráðabirgðasjúkrahús sem reist voru í sumar. Ríkisstjórn Rússlands fundaði á þriðjudaginn og var þá kallað eftir því að íbúar landsins væru með grímur og stunduðu félagsforðun og persónulegar sóttvarnir. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, tilkynnti í vikunni tveggja vikna frí í skólum borgarinnar, og vísaði hann til þess að mörg börn hafa greinst með veiruna án þess að sýna einkenni. Hann hefur sömuleiðis lagt til að starfsmenn rúmlega fimm þúsund fyrirtækja vinni heima hjá sér um tíma.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira