Stefán Teitur á leið til Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 18:47 Stefán Teitur Þórðarson verður leikmaður Silkeborg um helgina samkvæmt heimildum Vísis. Anton Brink Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira