Forsetinn hvetur landsmenn til að standa saman: „Sýnum hvað í okkur býr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2020 07:34 Þessi mynd er tekin í fyrstu bylgju faraldursins síðastliðinn vetur þegar forsetinn mætti í skimun fyrir veirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti landsmenn til að standa saman í baráttunni gegn kórónuveirunni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Hann hvatti jafnframt alla til að fylgja tilmælum og leiðbeiningum og verða þannig að liði í samfélaginu. „Við erum í vanda. Á morgun [innsk. blm. í dag, miðvikudag] verða varnir gegn veirunni skæðu þess vegna hertar enn frekar. Nýjar reglur gilda um höfuðborgarsvæðið. Kynnum okkur allar upplýsingar á covid.is. Stöndum saman í þessu. Við gerðum það í vor og getum það enn. Einhugur kemur okkur öllum til góða en langmest þeim sem á því þurfa helst að halda, fólkinu sem er veikast fyrir og þeim sem sinna sjúkum. Í stritinu miðju stoðar lítt að velta vöngum yfir því hvað hefði kannski mátt gera öðruvísi, ræðum það síðar,“ sagði forsetinn í færslu sinni í gærkvöldi og hélt áfram: „Ég hvet alla til að fylgja tilmælum og leiðbeiningum og verða þannig að liði í þessu ágæta samfélagi okkar. Samstaða í þágu þjóðar, þrautseigja í verki. Látum þetta sannast um okkur. Við erum öll almannavarnir. Sýnum hvað í okkur býr.“ Kæru landsmenn. Við erum í vanda. Á morgun verða varnir gegn veirunni skæðu þess vegna hertar enn frekar. Nýjar reglur...Posted by Forseti Íslands on Tuesday, October 6, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Forseti Íslands Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti landsmenn til að standa saman í baráttunni gegn kórónuveirunni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Hann hvatti jafnframt alla til að fylgja tilmælum og leiðbeiningum og verða þannig að liði í samfélaginu. „Við erum í vanda. Á morgun [innsk. blm. í dag, miðvikudag] verða varnir gegn veirunni skæðu þess vegna hertar enn frekar. Nýjar reglur gilda um höfuðborgarsvæðið. Kynnum okkur allar upplýsingar á covid.is. Stöndum saman í þessu. Við gerðum það í vor og getum það enn. Einhugur kemur okkur öllum til góða en langmest þeim sem á því þurfa helst að halda, fólkinu sem er veikast fyrir og þeim sem sinna sjúkum. Í stritinu miðju stoðar lítt að velta vöngum yfir því hvað hefði kannski mátt gera öðruvísi, ræðum það síðar,“ sagði forsetinn í færslu sinni í gærkvöldi og hélt áfram: „Ég hvet alla til að fylgja tilmælum og leiðbeiningum og verða þannig að liði í þessu ágæta samfélagi okkar. Samstaða í þágu þjóðar, þrautseigja í verki. Látum þetta sannast um okkur. Við erum öll almannavarnir. Sýnum hvað í okkur býr.“ Kæru landsmenn. Við erum í vanda. Á morgun verða varnir gegn veirunni skæðu þess vegna hertar enn frekar. Nýjar reglur...Posted by Forseti Íslands on Tuesday, October 6, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Forseti Íslands Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira