Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 09:43 John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, segir núverandi yfirmann leyniþjónustumála beita sérstaklega völdum upplýsingum, án semhengis, í kosningabaráttu Trump. EPA/Shawn Thew John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira