Grunnskólakennarar undirrita nýjan kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 23:21 Kjaraviðræður hafa að miklu leyti farið fram á fjarfundum vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34
Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45