Grunnskólakennarar undirrita nýjan kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 23:21 Kjaraviðræður hafa að miklu leyti farið fram á fjarfundum vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34
Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45