Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:49 Frá mótmælum Snigla vegna banaslyssins á Kjalarnesi í lok júní. Vísir/vilhelm Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“ Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“
Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35
Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20