Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
ST2frettir1920_Teal

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum og ræðum við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem segist hafa viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum, hefði hann sjálfur verið við völd. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna.

Kvöldfréttatíminn hefst klukkan 18:10 í dag og er nokkuð fyrr á ferðinni en vanalega vegna landsleiks Íslendinga og Dana á Laugardalsvelli. Á hefðbundnum tíma kvöldfréttanna, það er 18:30, verðum við svo með stutt fréttayfirlit.

Við segjum frá viðbrögðum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, við hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum.

Þá sjáum við skemmtilegar myndir frá Þingvöllum, en fjölmargir nýttu blíðviðrið og heimsóttu þjóðgarðinn þar sem þeir fylgdust með göngum urriða í Öxará.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×