Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2020 17:44 Fleiri börn hafa nú smitast af kórónuveirunni en í fyrstu bylgju faraldursins. Grafík/Hafsteinn Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37
Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57