Tollasvindl er óþolandi Ólafur Stephensen skrifar 19. október 2020 17:31 Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar