Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 17:19 Alþingi samþykkti í dag frumvarp er rýmkar skilyrði til greiðslna á uppsagnarfresti. Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“ Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira