Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 09:01 Fólk bíður þess að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar. Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar.
Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist.
Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30