Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 12:43 Helgi Seljan var umsjónarmaður umrædds Kastljósþáttar sem sýndur var í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira