„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 08:31 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sést hér ræða við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Win McNamee Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira