Lögðu út naglamottur og beittu úðavopni til að ná manni sem var talinn ógnandi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 14:29 Frá aðgerðum á vettvangi í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum. Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum.
Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira