Óttast að fleiri séu látin eftir árásina Sylvía Hall skrifar 2. nóvember 2020 23:05 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Vínarborg þegar árásarmannanna var leitað. AP/Ronald Zak Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07