Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:45 Albert Jónsson er fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum. EINAR ÁRNASON Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“ Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“
Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira