Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 20:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27
Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11