Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 14:23 Maðurinn var handtekinn 4. nóvember 2018 og settur gæsluvarðhald í fjóra daga. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Ölfus Dómsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira