Gestir sátu að drykkju einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 07:21 Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira