Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2020 20:10 Þær Agnieszka Ewa Ziolkowska varaformaður Eflingar og Katarzyna Paluch pólskur ríkisborgari sem er atvinnulaus segja að ástandið sé erfitt. Aldrei hafa fleiri pólverjar verið atvinnulausir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. Nauðsynlegt sé að tryggja hópnum desember uppbót. Í lok október voru 4.063 atvinnulausir með pólskt ríkisfang eða tuttugu prósent allra atvinnulausra. Rúmlega tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en þetta þýðir að fimmti hver Pólverji er atvinnulaus. Lærir íslensku í atvinnuleysinu Katarzyna Paluch er ein þeirra en hún hafði unnið sem leiðsögumaður í þrjú ár þegar hún missti vinnuna í október. „Ég byrjaði að læra íslensku. Ég hef lært aðeins sjálf þessi ár sem ég hef verið hér en það er alltaf öðruvísi að fara í skóla. Vinnumálastofnun bauð hjálp við þetta svo nú eru margir farnir að læra íslensku, sennilega til að auka líkurnar á að fá vinnu.,“ segir Katarzyna og bætir við að hún hafi sem betur fer eignast nokkra góða vini hér á landi sem auðveldar henni lífið í atvinnuleitinni. „Það er virkilega hjálplegt,“ segir hún. Það er því miður ekki staðan hjá öllum atvinnulausum Pólverjum. Katarzyna Paluch hefur brugðið á það ráð að ræða íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonast til að hjálpi til við að finna vinnu. Hún segist fegin því að eiga nokkra góða vini á Íslandi sem hjálpi mikið. VÍSÍR/EGILL AÐALSTEINSSON Þeir hafa aldrei verið fleiri að sögn varaformanns Eflingar. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að vera atvinnulausir. Við höfum ekki tengslanet, fjölskyldunet, svo það er mikil hætta á að maður verði niðurdreginn.,“ segir Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar. Flestir hafi verið láglaunafólk og margir kvíði jólunum. Katarzyna bætir við að tungumálið geri atvinnuleitina erfiðari. „Tungumálið getur verið vandamál því mörg okkar tala ekki íslensku og sumir Pólverjar tala enga ensku og nú held ég að öll störfin séu fyrir fólk sem talar íslensku,“ segir Katarzyna. Hún vill þó vera hér áfram og segist bjartsýn á að fá starf fyrir næsta sumar. Meðfram íslenskunáminu hefur hún unnið að gerð tímarits fyrir leiðsögumenn og aðra í ferðaþjónustu sem kemur út í desember. Atvinnurekendum finnist auðveldara að segja útlendingum upp Agnieszka segir mörg dæmi um að fólki af erlendum uppruna sé sagt upp frekar en Íslendingum. „Það er af því að þeir vilja frekar halda íslenska starfsfólkinu frekar en útlendingum,“ segir Agnieszka. Einnig að atvinnurekendum finnist auðveldara að segja upp fólki af erlendum uppruna. „Þeir halda að fólkið fari aftur til heimalandsins en fyrir mörg þeirra er heimalandið hérna. Fólk hefur kannski búið hér í mörg ár,“ segir hún. Flestir láglaunafólk sem kvíðir jólunum Agniesza leggur áherslu á að flestir atvinnulausir pólverjar hafi verið láglaunafólk og margir kvíði fyrir jólunum. „Þannig þetta fólk á engann sparnað til að lifa á. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir fái greidda desemberuppbót. Stjórnvöld eru að hjálpa fyrirtækjum en það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa fólki sem býr hér, borgar skatta og eiga hjálpina virkilega skilið,“ segir Agniezka. Drífa Snædal forseti ASÍ hefur áður sagt nauðsynlegt að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. Nauðsynlegt sé að tryggja hópnum desember uppbót. Í lok október voru 4.063 atvinnulausir með pólskt ríkisfang eða tuttugu prósent allra atvinnulausra. Rúmlega tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en þetta þýðir að fimmti hver Pólverji er atvinnulaus. Lærir íslensku í atvinnuleysinu Katarzyna Paluch er ein þeirra en hún hafði unnið sem leiðsögumaður í þrjú ár þegar hún missti vinnuna í október. „Ég byrjaði að læra íslensku. Ég hef lært aðeins sjálf þessi ár sem ég hef verið hér en það er alltaf öðruvísi að fara í skóla. Vinnumálastofnun bauð hjálp við þetta svo nú eru margir farnir að læra íslensku, sennilega til að auka líkurnar á að fá vinnu.,“ segir Katarzyna og bætir við að hún hafi sem betur fer eignast nokkra góða vini hér á landi sem auðveldar henni lífið í atvinnuleitinni. „Það er virkilega hjálplegt,“ segir hún. Það er því miður ekki staðan hjá öllum atvinnulausum Pólverjum. Katarzyna Paluch hefur brugðið á það ráð að ræða íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonast til að hjálpi til við að finna vinnu. Hún segist fegin því að eiga nokkra góða vini á Íslandi sem hjálpi mikið. VÍSÍR/EGILL AÐALSTEINSSON Þeir hafa aldrei verið fleiri að sögn varaformanns Eflingar. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að vera atvinnulausir. Við höfum ekki tengslanet, fjölskyldunet, svo það er mikil hætta á að maður verði niðurdreginn.,“ segir Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar. Flestir hafi verið láglaunafólk og margir kvíði jólunum. Katarzyna bætir við að tungumálið geri atvinnuleitina erfiðari. „Tungumálið getur verið vandamál því mörg okkar tala ekki íslensku og sumir Pólverjar tala enga ensku og nú held ég að öll störfin séu fyrir fólk sem talar íslensku,“ segir Katarzyna. Hún vill þó vera hér áfram og segist bjartsýn á að fá starf fyrir næsta sumar. Meðfram íslenskunáminu hefur hún unnið að gerð tímarits fyrir leiðsögumenn og aðra í ferðaþjónustu sem kemur út í desember. Atvinnurekendum finnist auðveldara að segja útlendingum upp Agnieszka segir mörg dæmi um að fólki af erlendum uppruna sé sagt upp frekar en Íslendingum. „Það er af því að þeir vilja frekar halda íslenska starfsfólkinu frekar en útlendingum,“ segir Agnieszka. Einnig að atvinnurekendum finnist auðveldara að segja upp fólki af erlendum uppruna. „Þeir halda að fólkið fari aftur til heimalandsins en fyrir mörg þeirra er heimalandið hérna. Fólk hefur kannski búið hér í mörg ár,“ segir hún. Flestir láglaunafólk sem kvíðir jólunum Agniesza leggur áherslu á að flestir atvinnulausir pólverjar hafi verið láglaunafólk og margir kvíði fyrir jólunum. „Þannig þetta fólk á engann sparnað til að lifa á. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir fái greidda desemberuppbót. Stjórnvöld eru að hjálpa fyrirtækjum en það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa fólki sem býr hér, borgar skatta og eiga hjálpina virkilega skilið,“ segir Agniezka. Drífa Snædal forseti ASÍ hefur áður sagt nauðsynlegt að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira