Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 18:51 Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. Þar með yrði hvorki hægt að sinna sjúkraflugi á sjó og landi né því eftirliti sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna. Landhelgisgæslan hefur á að skipa þrjár þyrlur en aðeins ein þyrla hefur verið í notkun frá því að verkfall flugvirkja Gæslunnar skall á. Önnur þyrla Gæslunnar var farin í viðhald þegar verkfallið hófst og er hún því ekki tiltæk. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Staðan er grafalvarleg og hefur sjálfsagt aldrei verið jafn alvarleg í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur þær afleiðingar að það er enginn tiltækur til að fara út á sjó né inn á land í bráðatilfellum. Við stöndum hér alein í miðju Atlantshafinu í skammdegi og með Covid yfir okkur og getum í raun enga björg okkur veitt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hann segir mikilvægt að kjaradeilurnar verði leystar sem fyrst. „Það er algerlega óviðunandi að hafa ekki lágmarksbjörgunarþjónustu hér í þessu landi og það er eiginlega alveg sama með hvaða leiðum það er gert, okkar skylda er að viðhalda lágmarksbjörgunarþjónustu í það minnsta og við höfum gert allt sem við getum til þess, munum halda áfram eins og kostur er en þessir aðilar verða að ljúka þessu máli,“ sagði Georg. Þegar Georg var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. Þar með yrði hvorki hægt að sinna sjúkraflugi á sjó og landi né því eftirliti sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna. Landhelgisgæslan hefur á að skipa þrjár þyrlur en aðeins ein þyrla hefur verið í notkun frá því að verkfall flugvirkja Gæslunnar skall á. Önnur þyrla Gæslunnar var farin í viðhald þegar verkfallið hófst og er hún því ekki tiltæk. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Staðan er grafalvarleg og hefur sjálfsagt aldrei verið jafn alvarleg í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur þær afleiðingar að það er enginn tiltækur til að fara út á sjó né inn á land í bráðatilfellum. Við stöndum hér alein í miðju Atlantshafinu í skammdegi og með Covid yfir okkur og getum í raun enga björg okkur veitt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hann segir mikilvægt að kjaradeilurnar verði leystar sem fyrst. „Það er algerlega óviðunandi að hafa ekki lágmarksbjörgunarþjónustu hér í þessu landi og það er eiginlega alveg sama með hvaða leiðum það er gert, okkar skylda er að viðhalda lágmarksbjörgunarþjónustu í það minnsta og við höfum gert allt sem við getum til þess, munum halda áfram eins og kostur er en þessir aðilar verða að ljúka þessu máli,“ sagði Georg. Þegar Georg var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16