Sæll, Ármann Auður Ósk Hallmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 13:00 Bréf sent á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Sæll Ármann, Takk fyrir bréfið, það var fallegt. Auður Ósk Hallmundsdóttir heiti ég. Ég vinn á Leikskólanum Kópasteini og hef gert síðastliðin 7 ár sem leiðbeinandi á leikskóla. Ég tók að mér deildarstjórn á deild fyrir börn 2-3 ára fyrir nokkrum árum. Vinnan mín er bæði skemmtileg og innihaldsrík. Leikskólinn er ekki bara vinnustaður heldur staður þar sem mér líður vel og ég er umkringd fólki sem sýnir börnum og öðru starfsfólki bæði kærleik og hlýju. Á sama tíma og þú sendir þetta fallega þakkarbréf til okkar sá ég grein í fjölmiðli sem sýndi hæstu og lægstu laun á Ísland. Þar kemur einmitt fram að áberandi lægstu launin eru fyrir störf í barnagæslu með um 398 þúsund á mánuði. Það er jafnframt lægst launaða starfsstétt landsins. Sem leiðbeinandi á leikskóla vitandi alla þá ábyrgð og miklu vinnu sem felst í því að vinna þessa vinnu og vera á lægstu launum á Íslandi er sorglegt, mjög sorglegt. Þessar frábæru konur sem vinna sem leiðbeinendur á leikskólanum eru margar búnar að gera það í mörg mörg ár. Það er ekki vegna þess að það sé auðvelt, eða bara yfir höfuð hægt að lifa af laununum. En þær velja þetta starf vegna þess að það er göfug og skemmtileg vinna að hugsa um börnin okkar af alúð og virðingu. Við skrifuðum nýlega undir nýjan kjarasamning og þar var einmitt að finna nýjungar eins og styttingu vinnuvikunnar. Frábær hugmynd, en þegar þetta má ekki kosta neitt fyrir bæinn né má skerða þjónustu við börnin, þá segir það sig sjálft að hlutirnir koma ekki heim og saman. Þetta endar í því að við þurfum að hlaupa hraðar og á endanum bitnar þetta á börnunum.Þó að vinnustaðurinn og vinnan á Kópasteini sé mér kær, þá þarf maður víst að geta lifað af laununum sínum. Maður kemst ekki langt á þakklætinu nefnilega. Ég sem einstæð, mjög sjálfstæð kona, móðir 9 ára gamals drengs, þarf víst að fæða og klæða þennan dreng og ég geri það ekki á þakklætinu. En ég þakka þér enn og aftur fyrir vel orðað bréf. Kveðja Auður Ósk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Kópavogur Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Bréf sent á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Sæll Ármann, Takk fyrir bréfið, það var fallegt. Auður Ósk Hallmundsdóttir heiti ég. Ég vinn á Leikskólanum Kópasteini og hef gert síðastliðin 7 ár sem leiðbeinandi á leikskóla. Ég tók að mér deildarstjórn á deild fyrir börn 2-3 ára fyrir nokkrum árum. Vinnan mín er bæði skemmtileg og innihaldsrík. Leikskólinn er ekki bara vinnustaður heldur staður þar sem mér líður vel og ég er umkringd fólki sem sýnir börnum og öðru starfsfólki bæði kærleik og hlýju. Á sama tíma og þú sendir þetta fallega þakkarbréf til okkar sá ég grein í fjölmiðli sem sýndi hæstu og lægstu laun á Ísland. Þar kemur einmitt fram að áberandi lægstu launin eru fyrir störf í barnagæslu með um 398 þúsund á mánuði. Það er jafnframt lægst launaða starfsstétt landsins. Sem leiðbeinandi á leikskóla vitandi alla þá ábyrgð og miklu vinnu sem felst í því að vinna þessa vinnu og vera á lægstu launum á Íslandi er sorglegt, mjög sorglegt. Þessar frábæru konur sem vinna sem leiðbeinendur á leikskólanum eru margar búnar að gera það í mörg mörg ár. Það er ekki vegna þess að það sé auðvelt, eða bara yfir höfuð hægt að lifa af laununum. En þær velja þetta starf vegna þess að það er göfug og skemmtileg vinna að hugsa um börnin okkar af alúð og virðingu. Við skrifuðum nýlega undir nýjan kjarasamning og þar var einmitt að finna nýjungar eins og styttingu vinnuvikunnar. Frábær hugmynd, en þegar þetta má ekki kosta neitt fyrir bæinn né má skerða þjónustu við börnin, þá segir það sig sjálft að hlutirnir koma ekki heim og saman. Þetta endar í því að við þurfum að hlaupa hraðar og á endanum bitnar þetta á börnunum.Þó að vinnustaðurinn og vinnan á Kópasteini sé mér kær, þá þarf maður víst að geta lifað af laununum sínum. Maður kemst ekki langt á þakklætinu nefnilega. Ég sem einstæð, mjög sjálfstæð kona, móðir 9 ára gamals drengs, þarf víst að fæða og klæða þennan dreng og ég geri það ekki á þakklætinu. En ég þakka þér enn og aftur fyrir vel orðað bréf. Kveðja Auður Ósk.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun