Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 21:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn. Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn.
Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16
Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41
Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20