Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2020 11:53 Biden hefur lofað umfangsmiklum aðgerðum í loftslagsmálum. Ólíklegt er að hann geti treyst á aðstoð þingsins til þess að koma metnaðarfyllstu stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/Getty Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. Útlit er fyrir að repúblikanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings en demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni, að minnsta kosti næstu tvö árin. Endanleg örlög öldungadeildarinnar ráðast í aukakosningum Georgíu í janúar. Repúblikanar eru taldir standa sterkar að vígi þar en ef demókrötum tækist að vinna bæði sæti væru flokkarnir með jafnmörg atkvæði í öldungadeildinni, fimmtíu gegn fimmtíu. Kamala Harris, verðandi varaforseti, gæti þá greitt oddaatkvæði féllu atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslum. Ólíklegt er að demókratar gætu komið metnaðarfullum aðgerðum, eins og tveggja biljóna dollara loftslagsaðgerðapakkanum á stefnuskrá Biden, í gegnum þingið, jafnvel þó að þeir ynnu þingsætin tvö í Georgíu. Repúblikanar hafa til þessa staðið gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og þá gætu demókratar varla treyst á atkvæði íhaldssamari þingmanna sinna eins og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona með róttækum tillögum. Því virðist ljóst að Biden þurfi nær eingöngu að reiða sig á þær heimildir sem hann hefur sem handhafi framkvæmdavaldsins til þess að koma hluta loftslagsstefnu sinnar í framkvæmd. Washington Post tók saman hvað hann gæti gert í loftslagsmálum án stuðnings þingsins fyrir kosningarnar. Parísarsamkomulagið Donald Trump, fráfarandi forseti, dró Bandaríkin formlega út úr Parísarsamkomulaginu, daginn eftir kjördag. Bandaríkin standa nú eitt ríkja heims utan mikilvægasta alþjóðasamnings sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Biden hefur sagst ætla að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið á fyrsta degi sínum sem forseti 20. janúar. Jafnvel þó að sem forseti ætti Biden erfitt með að koma aðgerðum til að draga úr losun í framkvæmd gæti stjórn hans beitt önnur ríki þrýstingi og tekið þátt í alþjóðlegum viðræðum um aukinn metnað. Í tíð Trump hafa Bandaríkin algerlega dregið sig í hlé frá alþjóðlegum loftslagsaðgerðum, það er að segja þegar fulltrúar þeirra hafa ekki beinlínis unnið gegn þeim. Today, the Trump Administration officially left the Paris Climate Agreement. And in exactly 77 days, a Biden Administration will rejoin it. https://t.co/L8UJimS6v2— Joe Biden (@JoeBiden) November 5, 2020 Sett loftslagsmál í forgang hjá ríkisstjórninni Loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim verða settar í öndvegi í ríkisstjórn Biden ef marka má yfirlýsingar hans og ráðgjafa hans. Það getur Biden meðal annars gert með því að skipa fólk í embætti innan alríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefnið varðar, þar á meðal í ráðuneytum sem hafa fram að þessu ekki veitt því mikla athygli eins og fjármála- og samgönguráðuneytin. Biden hefur þegar tilnefnt John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sérstakan erindreka sinn í loftslagsmálum. Kerry fær sem slíkur sæti í þjóðaröryggisráði nýja forsetans. „Bandaríkin fá brátt ríkisstjórn sem tekur á loftslagsvánni sem þeirri aðsteðjandi þjóðaröryggisógn sem hún er,“ tísti Kerry eftir að tilkynnt var um tilnefninguna. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Öldungadeildin þarf þó að staðfesta ráðherra og yfirmenn ríkisstofnana eins og Umhverfisstofnunarinnar. Líklegt er að repúblikanar reynist ljón í vegi Biden reyni hann að tilnefna fólk sem falla þeim ekki í geð. Undið ofan af afnámi Trump á umhverfisreglum Í stjórnartíð Trump hafa ráðuneyti og alríkisstofnanir afnumið eða útvatnað fjölda umhverfisaðgerða sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, samþykkti. Þeirra á meðal voru hryggjarstykkin í loftslagsaðgerðum Obama, áætlunin um hreina orku og hertar kröfur um útblástur bifreiða. Washington Post telst til að Trump hafi látið breyta eða afnema um 125 reglum um vernd lofts, vatns og lands á undanförnum fjórum árum. Biden hefur þegar sagst ætla að herða aftur kröfur um útblástur bíla, takmarka leyfi til nýrra olíu- og gasleiðslna og setja reglur um metan losun frá olíu- og gaslindum. Líklegt er að Umhverfisstofnun hans hefji vinnu við að herða aftur reglur um losun frá orkuframleiðslu sem Trump lét slaka á til að hjálpa kolaiðnaði. Þá er Biden talinn ætla að stækka aftur friðlönd sem Trump lét minnka til að liðka til fyrir auðlindanýtingu og draga til baka leyfi til námuvinnslu og skógarhöggs. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. 17. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. Útlit er fyrir að repúblikanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings en demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni, að minnsta kosti næstu tvö árin. Endanleg örlög öldungadeildarinnar ráðast í aukakosningum Georgíu í janúar. Repúblikanar eru taldir standa sterkar að vígi þar en ef demókrötum tækist að vinna bæði sæti væru flokkarnir með jafnmörg atkvæði í öldungadeildinni, fimmtíu gegn fimmtíu. Kamala Harris, verðandi varaforseti, gæti þá greitt oddaatkvæði féllu atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslum. Ólíklegt er að demókratar gætu komið metnaðarfullum aðgerðum, eins og tveggja biljóna dollara loftslagsaðgerðapakkanum á stefnuskrá Biden, í gegnum þingið, jafnvel þó að þeir ynnu þingsætin tvö í Georgíu. Repúblikanar hafa til þessa staðið gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og þá gætu demókratar varla treyst á atkvæði íhaldssamari þingmanna sinna eins og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona með róttækum tillögum. Því virðist ljóst að Biden þurfi nær eingöngu að reiða sig á þær heimildir sem hann hefur sem handhafi framkvæmdavaldsins til þess að koma hluta loftslagsstefnu sinnar í framkvæmd. Washington Post tók saman hvað hann gæti gert í loftslagsmálum án stuðnings þingsins fyrir kosningarnar. Parísarsamkomulagið Donald Trump, fráfarandi forseti, dró Bandaríkin formlega út úr Parísarsamkomulaginu, daginn eftir kjördag. Bandaríkin standa nú eitt ríkja heims utan mikilvægasta alþjóðasamnings sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Biden hefur sagst ætla að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið á fyrsta degi sínum sem forseti 20. janúar. Jafnvel þó að sem forseti ætti Biden erfitt með að koma aðgerðum til að draga úr losun í framkvæmd gæti stjórn hans beitt önnur ríki þrýstingi og tekið þátt í alþjóðlegum viðræðum um aukinn metnað. Í tíð Trump hafa Bandaríkin algerlega dregið sig í hlé frá alþjóðlegum loftslagsaðgerðum, það er að segja þegar fulltrúar þeirra hafa ekki beinlínis unnið gegn þeim. Today, the Trump Administration officially left the Paris Climate Agreement. And in exactly 77 days, a Biden Administration will rejoin it. https://t.co/L8UJimS6v2— Joe Biden (@JoeBiden) November 5, 2020 Sett loftslagsmál í forgang hjá ríkisstjórninni Loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim verða settar í öndvegi í ríkisstjórn Biden ef marka má yfirlýsingar hans og ráðgjafa hans. Það getur Biden meðal annars gert með því að skipa fólk í embætti innan alríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefnið varðar, þar á meðal í ráðuneytum sem hafa fram að þessu ekki veitt því mikla athygli eins og fjármála- og samgönguráðuneytin. Biden hefur þegar tilnefnt John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sérstakan erindreka sinn í loftslagsmálum. Kerry fær sem slíkur sæti í þjóðaröryggisráði nýja forsetans. „Bandaríkin fá brátt ríkisstjórn sem tekur á loftslagsvánni sem þeirri aðsteðjandi þjóðaröryggisógn sem hún er,“ tísti Kerry eftir að tilkynnt var um tilnefninguna. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Öldungadeildin þarf þó að staðfesta ráðherra og yfirmenn ríkisstofnana eins og Umhverfisstofnunarinnar. Líklegt er að repúblikanar reynist ljón í vegi Biden reyni hann að tilnefna fólk sem falla þeim ekki í geð. Undið ofan af afnámi Trump á umhverfisreglum Í stjórnartíð Trump hafa ráðuneyti og alríkisstofnanir afnumið eða útvatnað fjölda umhverfisaðgerða sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, samþykkti. Þeirra á meðal voru hryggjarstykkin í loftslagsaðgerðum Obama, áætlunin um hreina orku og hertar kröfur um útblástur bifreiða. Washington Post telst til að Trump hafi látið breyta eða afnema um 125 reglum um vernd lofts, vatns og lands á undanförnum fjórum árum. Biden hefur þegar sagst ætla að herða aftur kröfur um útblástur bíla, takmarka leyfi til nýrra olíu- og gasleiðslna og setja reglur um metan losun frá olíu- og gaslindum. Líklegt er að Umhverfisstofnun hans hefji vinnu við að herða aftur reglur um losun frá orkuframleiðslu sem Trump lét slaka á til að hjálpa kolaiðnaði. Þá er Biden talinn ætla að stækka aftur friðlönd sem Trump lét minnka til að liðka til fyrir auðlindanýtingu og draga til baka leyfi til námuvinnslu og skógarhöggs.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. 17. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01
Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. 17. nóvember 2020 16:20