Saga Tryggva eiginlega sama sagan og í myndinni „The Air Up There“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 14:01 Tryggvi Snær Hlinason við Svartárvatn rétt frá æskuheimili sínu í Bárðardalnum. Skjámynd/S2 Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot Körfubolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot
Körfubolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira