Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 14:52 Elko fær 18,7 milljónir frá ríkinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum. Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað. Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað.
Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira