Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 2. desember 2020 14:24 Lögregluþjónar að störfum eftir ránið í Criciúma í gær. EPA/Guilherme Hahn Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug. Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum. Brasilía Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum.
Brasilía Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira