Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 10:51 Carole Baskin rekur athvarf fyrir stóra ketti í Flórída. Netflix Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök. Hún er 69 ára gömul og hefur verið sjálfboðaliði í garði Baskins í fimm ár. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann situr nú í fangelsi fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin. E Online hefur eftir Baskin að sjálfboðaliðinn, Candy Couser, hafi gert mistök þegar hún var að fæða tígrisdýrið Kimba. Hún hafi óvart stungið hendinni inn í búrið og tígrisdýrið hafi bitið hana. Dýrið sleppti svo takinu þegar aðrir sjálfboðaliðar komu hlaupandi. „Candy segist ekki hafa verið að hugsa þegar hún teygði sig inn í borið til að opna hlið,“ hefur E eftir Baskins. „Það er gegn starfsreglum okkar að fólk stingi nokkrum hluta líkama síns inn í búr þar sem köttur er. Kimba greip handlegg hennar og reif hann næstum því af við öxl.“ Hún segir ennfremur að Couser hafi grátbeðið um að tígrisdýrinu yrði ekki refsað vegna atviksins. Handleggur Couser brotnaði á þremur stöðum og öxl hennar skaðaðist verulega líka. Dýrið verður sett í 30 daga einangrun en Baskin segir það í raun hafa hagað sér í takt við eðli þess. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Dýragarði Joe Exotic lokað Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað. 19. ágúst 2020 10:46 Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. 11. ágúst 2020 18:45 Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. 4. júní 2020 11:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Hún er 69 ára gömul og hefur verið sjálfboðaliði í garði Baskins í fimm ár. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann situr nú í fangelsi fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin. E Online hefur eftir Baskin að sjálfboðaliðinn, Candy Couser, hafi gert mistök þegar hún var að fæða tígrisdýrið Kimba. Hún hafi óvart stungið hendinni inn í búrið og tígrisdýrið hafi bitið hana. Dýrið sleppti svo takinu þegar aðrir sjálfboðaliðar komu hlaupandi. „Candy segist ekki hafa verið að hugsa þegar hún teygði sig inn í borið til að opna hlið,“ hefur E eftir Baskins. „Það er gegn starfsreglum okkar að fólk stingi nokkrum hluta líkama síns inn í búr þar sem köttur er. Kimba greip handlegg hennar og reif hann næstum því af við öxl.“ Hún segir ennfremur að Couser hafi grátbeðið um að tígrisdýrinu yrði ekki refsað vegna atviksins. Handleggur Couser brotnaði á þremur stöðum og öxl hennar skaðaðist verulega líka. Dýrið verður sett í 30 daga einangrun en Baskin segir það í raun hafa hagað sér í takt við eðli þess.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Dýragarði Joe Exotic lokað Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað. 19. ágúst 2020 10:46 Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. 11. ágúst 2020 18:45 Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. 4. júní 2020 11:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30
Dýragarði Joe Exotic lokað Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað. 19. ágúst 2020 10:46
Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. 11. ágúst 2020 18:45
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð. 4. júní 2020 11:33