Seiglan í íslenskri ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 4. desember 2020 14:00 Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun