Seiglan í íslenskri ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 4. desember 2020 14:00 Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun