Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 15:37 Ásgerður Jóna Flosadóttir, er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Tölfræði sem samtökin birtu í gær sýnir að 42% skjólstæðinga samtakanna eru með íslenskt ríkisfang en 58% með erlent ríkisfang. Appelsínuguli flöturinn sýnir fjölda þeirra sem eru með íslenskt ríkisfang. Samsett mynd Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands. Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands.
Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira