Sveitarfélögin funduðu um málið á föstudag og komust að þessari niðurstöðu.
„Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag. Höldum okkur við „jólakúlurnar“ okkar og forðumst mannmergð. Við getum gert þetta saman, samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin,“ segir í tilkynningu.
Fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því fyrr í mánuðinum að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum á gildistíma reglugerðarinnar, þ.e. til 12. janúar. Þess er sérstaklega getið að það gildi um brennur.