Innlent

Fólk fresti för um sólar­hring í það minnsta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vörubíll illa útleikinn eftir bikblæðingu.
Vörubíll illa útleikinn eftir bikblæðingu. Vísir/Sigurjón

Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis.

Ferðalangar eru jafnframt hvattir til að fylgjast með framvindu málsins á morgun og næstu daga. Ef fólki er ekki unnt að fresta ferðalögum er það hvatt til að aka varlega „og eins og alltaf og ætíð eftir aðstæðum.“

Þá hefur Vegagerðin óskað eftir því við þá sem sinna vöruflutningum og annarri umferð þungra ökutækja að þeir grípi til þriggja ráðstafana: lækki loftþrýsting í dekkjum til að minnka álag, takmarki farm til að létta ökutæki og dreifi flutningum eins og kostur er yfir daginn.


Tengdar fréttir

Segist hafa látið Vega­gerðina vita af bik­blæðingunum strax á sunnu­dag

Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×