Innlent

Bikblæðingar minnka en gætu versnað aftur vegna hækkandi hitastigs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bik sem hlaðist hefur utan á bíl frá vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík.
Bik sem hlaðist hefur utan á bíl frá vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík. Þróttur

Svo virðist sem að bikblæðingar á þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Skagafjörð hafi farið minnkandi undanfarinn sólarhring. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af að ástandið gæti versnað með hækkandi hitastigi þegar líður á daginn.

Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga hefur fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar.

Talið er að bikblæðingarnar hafi hafist á sunnudaginn en á vef Vegagerðarinnar segir að ástand vegarins hafi byrjað að lagast síðdegis í gær og sé nú mun skárra í dag.

Engu að síður hafi menn þar á bæ áhyggjur af hækkandi hitastigi í dag sem geti gert það að verkum að ástandi versni.

Vegurinn var hreinsaður í gær og hefur verið yfirfarinn aftur í morgun, von á því að hitastig fari lækkandi í kvöld og á morgun sem mun hjálpa til við að stöðva þessar bikblæðingar, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Rætt var við Birki Hrafn Jóakimsson, slitlagssérfræðing, Í bítinu á Bylgjunni í morgun um málið.


Tengdar fréttir

Fólk fresti för um sólar­hring í það minnsta

Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis.

Segist hafa látið Vega­gerðina vita af bik­blæðingunum strax á sunnu­dag

Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×