Nokkur erill hefur verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis þar sem fólk er að sækja ástvini sem eru að koma heim í jólafrí. Fréttamaður okkar ræddi við fólk á flugvellinum og lögreglumann sem segir ekki hugað nægilega vel að sóttvörnum.
Í fréttatímanum ræðum við einnig við heilbrigðisráðherra en breytingar á afhendingu bóluefni Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast.
Að auki segjum við frá fjölskyldu með þrjú börn sem er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði 1901.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.