Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 13:50 Krónprinsinn, neðst til vinstri, hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. epa Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós. Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira