Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 11:13 Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld . Vísir/vilhelm Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Í gær stóð til að ferja fólkið til landsins með stórri vél en nú hefur verið ákveðið að nýta tvær minni vélar og auka þannig sætaframboð. Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld en upplýsingar um flugáætlun dagsins má nálgast á vef Isavia. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að um sé að ræða tvær Boeing 757 vélar. Vélarnar taka 183 farþega hvor um sig og enn voru laus 55 sæti í annað flugið nú í morgun. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í morgun þar sem fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Greint var frá því í gær að mjög fljótt hefði orðið fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante í dag og því hefði verið ákveðið að auka sætaframboð, fyrst með því að fljúga með stærri flugvél. Þá kom jafnframt fram í gær að ágætlega hefði gengið að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Voru þá um 5.400 manns á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem enn voru staddir erlendis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44 Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Í gær stóð til að ferja fólkið til landsins með stórri vél en nú hefur verið ákveðið að nýta tvær minni vélar og auka þannig sætaframboð. Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld en upplýsingar um flugáætlun dagsins má nálgast á vef Isavia. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að um sé að ræða tvær Boeing 757 vélar. Vélarnar taka 183 farþega hvor um sig og enn voru laus 55 sæti í annað flugið nú í morgun. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í morgun þar sem fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Greint var frá því í gær að mjög fljótt hefði orðið fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante í dag og því hefði verið ákveðið að auka sætaframboð, fyrst með því að fljúga með stærri flugvél. Þá kom jafnframt fram í gær að ágætlega hefði gengið að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Voru þá um 5.400 manns á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem enn voru staddir erlendis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44 Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44
Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16