Þetta sé þeirra sáttatillaga eftir að fjármálaráðherra var gripinn í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp vegna brota á fjöldatakmörkunum. Við segjum frá þessum í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.
Þar ræðum við einnig við formann Framsóknarflokksins sem varð fyrir vonbrigðum að heyra af veru formanns Sjálfstæðisflokksins í samkvæminu í Ásmundarsal en styður hann þó áfram í embætti.
Þá heyrum við hljóðið í Seyðfirðingum sem eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust frá aurskriðunum sem féllu þar í síðustu viku. Þeir ætla að fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.
Ekki missa af kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og að sjálfsögðu hér á Vísi.