Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Tímamót urðu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum í dag þegar tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins - nákvæmlega tíu mánuðum eftir að smit var staðfest í fyrsta skipti hér á landi.

Sýnt verður frá móttöku bóluefnisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við íbúa hjúkrunarheimilisins Seljahlíð sem verður fyrsti almenni borgarinn til að fá bólusetningu.

Í fréttatímanum verður rætt við Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, en ekkert verður af þingfundi milli jóla og nýárs sem hún og allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu farið fram á.

Einnig verður rætt um stöðuna á Seyðisfirði við fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra en fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×