Gáfu Landspítalanum fimmtán öndunarvélar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 15:54 Reykjavík vetur Vísir/Vilhelm Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira