LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:45 LeBron hefur verið frábær í liði Lakers í vetur. Nú svarar hann spurningum aðdáenda til að drepa tímann. Chris Elise/NBAE/Getty Images LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira