Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna Covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða er reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Rætt verður við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Í fréttatímanum verður einnig farið yfir aðgerðir í þrettán liðum sem borgarráð kynnti á blaðamannafundi í ráðhúsinu í dag. Með aðgerðunum er lögð áhersla á afkomu og velferð borgarbúa sem þurfa að standa af sér afleiðingar faraldursins. Meðal aðgerða er að fella niður eða lækka dagvistunar- og frístundagjöld barna og veita fyrirtækjum frest á greiðslu fasteignagjalda. Aðgerðir voru einnig ræddar á Alþingi í dag og lagði fjármálaráðherra fram þingsályktun um að setja níutíu milljarða í framkvæmdir á árinu.

Farið verður yfir þetta allt og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×