Fá alltof margar tilkynningar um fólk í sóttkví sem fer út í búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:02 Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira