Bein útsending: Hvernig dreifist veiran? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 11:15 María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild HR, ætlar að ræða um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar. Háskólinn í Reykjavík og Vísir bjóða upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu einu sinni í viku og sá fyrsti er á dagskrá í dag klukkan 12. María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild, ríður á vaðið og talar um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Streymið verður aðgengilegt hér að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær aðferðir sem vísindamenn eru að beita til að öðlast skilning á útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Margt er óþekkt um það hvernig veiran berst á milli fólks og hversu smitandi sýktir einstaklingar eru, bæði fyrir og eftir að þeir verða sjálfir veikir. Þar að auki er fjöldi þeirra sem greinist með veiruna aðeins hluti af þeim sem eru í raun sýktir. Til þess að meta þessa þætti er hægt að nota ýmis konar gögn. Til dæmis notuðu vísindamenn símagögn til að meta hversu margir ferðuðust frá Wuhan í Kína áður en ferðabann var sett á. Þessi fjöldi var svo borinn saman við staðfest smit í þeim borgum þar sem víðtæk skimun fór fram. Þannig áætluðu vísindamenn raunverulegan fjölda smita í Wuhan og þann fjölda smita sem dreifðist til annara landa. Aðrir fræðimenn bjuggu til smitlíkön til þessa að meta áhrif ferðabanns í Wuhan á útbreiðslu veirunnar bæði innan Kína og á heimsvísu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar rannsóknir og þýðingu þeirra í baráttunni við kórónaveiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík og Vísir bjóða upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu einu sinni í viku og sá fyrsti er á dagskrá í dag klukkan 12. María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild, ríður á vaðið og talar um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Streymið verður aðgengilegt hér að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær aðferðir sem vísindamenn eru að beita til að öðlast skilning á útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Margt er óþekkt um það hvernig veiran berst á milli fólks og hversu smitandi sýktir einstaklingar eru, bæði fyrir og eftir að þeir verða sjálfir veikir. Þar að auki er fjöldi þeirra sem greinist með veiruna aðeins hluti af þeim sem eru í raun sýktir. Til þess að meta þessa þætti er hægt að nota ýmis konar gögn. Til dæmis notuðu vísindamenn símagögn til að meta hversu margir ferðuðust frá Wuhan í Kína áður en ferðabann var sett á. Þessi fjöldi var svo borinn saman við staðfest smit í þeim borgum þar sem víðtæk skimun fór fram. Þannig áætluðu vísindamenn raunverulegan fjölda smita í Wuhan og þann fjölda smita sem dreifðist til annara landa. Aðrir fræðimenn bjuggu til smitlíkön til þessa að meta áhrif ferðabanns í Wuhan á útbreiðslu veirunnar bæði innan Kína og á heimsvísu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar rannsóknir og þýðingu þeirra í baráttunni við kórónaveiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira