Bolsonaro rekur yfirmann lögreglunnar, dómsmálaráðherrann segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 15:37 Samskipti Bolsonaro (t.v.) og Moro (t.h.) höfðu stirðnað undanfarið. Moro sagði af sér í dag vegna ákvörðunar forsetans um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Vísir/EPA Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00