Er allt í himnalagi? Karl Pétur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 21:04 Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun