Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 23:36 Trudeau forsætisráðherra tilkynnti um bannið í dag. Myndin er úr safni. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36