Slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem stærri hópar mega koma saman Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:28 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira