Sporin hræða: Sérfræðingar segja afstöðu Frakka til bólusetninga byggja á slæmri reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 16:04 Á laugardag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir. epa/Christophe Petit Tesson Kannanir sýna að allt að 60% Frakka hyggjast afþakka bólusetningu gegn Covid-19 en sérfræðingar segja mögulegt að niðurstöðurnar séu villandi. Þeir segja afstöðuna ekki snúast um bóluefnin sjálf, heldur traust til stjórnmálamanna, lækna og fjölmiðla. Bólusetning gegn Covid-19 hefur farið hægt af stað í Frakklandi en ráðamenn segja aðgerðirnar maraþon, frekar en spretthlaup. Á sunnudag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir, mun færri en í Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það er stór munur á milli þess sem Frakkar segja og gera,“ segir Laurent-Henri Vignaud, vísindasagnfræðingur og meðhöfundur bókarinnar Antivax, sem fjallar um efasemdir gagnvart bólusetningum á Vesturlöndum, í samtali við Guardian. Hann segir skoðanakannanir með „abstrakt“ spurningum ekki endurspegla hvaða ákvarðanir fólk tekur þegar það veit hvenær það fær bóluefnið, hvar, hvernig og hvers vegna. Heilbrigðisstarfsmenn í Dijon bíða bólusetningar.epa/Christophe Petit Tesson Hvert hneykslið á fætur öðru Í dag fá frönsk börn ellefu bólusetningar og það eru engar undanþágur veittar þeim sem efast; ef börnin eiga að ganga í skóla og taka þátt í tómstundum þá verða þau að vera bólusett. Samkvæmt könnunum hafa Frakkar þó verið meðal þeirra þjóða sem virðast tortryggnastar í garð bólusetninga. Árið 2005 sögðust 90% vera fylgjandi bólusetningum en Jocelyn Raude, prófessor í lýðheilsufræðum við École des Hautes Études en Santé Publique, segir ýmsa atburði hafa sáð efasemdum meðal fólks. Rétt fyrir aldamótin var til dæmis ráðist í átak til að bólusetja börn gegn lifrarbólgu B en á sama tíma fjölgaði greiningum á MS. Rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl þarna á milli en tilviljunin er engu að síður sögð hafa haft áhrif á afstöðu Frakka til bólusetninga. Þá kom upp hneykslismál árið 1991, sem tengdist reyndar ekki bóluefnum, þar sem heilbrigðisyfirvöld urðu uppvís að því að hafa gefið einstaklingum sem þjáðust af dreyrasýki HIV-mengaðar blóðhluta. Samkvæmt Raude var það þó hinn svokallaði H1N1 skandall árið 2009 sem olli einna mestum skaða en þá pöntuðu frönsk yfirvöld 94 milljón skammta af bóluefninu gegn svínaflensunni svokölluðu. 323 létu lífið af völdum H1N1 í Frakklandi, 6 milljónir voru bólusettar, 19 milljón skömmtum fargað og afgangnum skilað. Kostnaðurinn við ævintýrið var metinn á 60 milljarða króna. Sérfræðingar segja efasemdir Frakka ekki snúast um bóluefnin sjálf.epa/Christophe Petit Tesson Ef þú treystir ekki sérfræðingum, ferðu ekki að ráðum þeirra Að sögn Raude gerði enn eitt hneykslið útslagið hvað varðar traust fólks til embættismanna og læknastéttarinnar. Það var þegar lyfið Mediator, sem ætlað var sykursjúkum, var ávísað til einstaklinga sem vildu létta sig. Lyfið var á endanum talið hafa átt þátt í 500 til 1.200 dauðsföllum á þremur áratugum og framleiðandi þess var ákærður fyrir manndráp. Þá voru aðrir, meðal annars embættismenn sem fengu einnig greitt fyrir ráðgjöf til lyfjafyrirtækja, einnig ákærðir. Úrskurðar í málinu er að vænta í mars. „Þetta gerði útslagið. Mediator-hneykslið staðfesti í huga fólks hugmyndina um spillingu milli embættismanna og lyfjafyrirtækja í Frakklandi; að þetta snérist um viðskipti en ekki heilbrigðisöryggi,“ segir Raude. Þá segir hann vantraust í garð lækna og vísindamanna aðra orsök efasemdanna. Orsaksambandið sé augljóst; ef þú treystir ekki sérfræðingunum, þá ferðu ekki að ráðleggingum þeirra. Vignaud segir tortryggnina ekki snúast um bóluefnin sjálf heldur afstöðu Frakka til stjórnmálamanna, lækna, sérfræðinga og fjölmiðlamanna. „Það eru ekkert fleiri harðir efasemdamenn í Frakklandi en annars staðar. Það sem við búum við er ákveðin óánægja með stjórnmálastéttina,“ segir hann. Miklar kröfur séu gerðar til ríkisins en fólk verði jafnan fyrir vonbrigðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Bólusetning gegn Covid-19 hefur farið hægt af stað í Frakklandi en ráðamenn segja aðgerðirnar maraþon, frekar en spretthlaup. Á sunnudag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir, mun færri en í Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það er stór munur á milli þess sem Frakkar segja og gera,“ segir Laurent-Henri Vignaud, vísindasagnfræðingur og meðhöfundur bókarinnar Antivax, sem fjallar um efasemdir gagnvart bólusetningum á Vesturlöndum, í samtali við Guardian. Hann segir skoðanakannanir með „abstrakt“ spurningum ekki endurspegla hvaða ákvarðanir fólk tekur þegar það veit hvenær það fær bóluefnið, hvar, hvernig og hvers vegna. Heilbrigðisstarfsmenn í Dijon bíða bólusetningar.epa/Christophe Petit Tesson Hvert hneykslið á fætur öðru Í dag fá frönsk börn ellefu bólusetningar og það eru engar undanþágur veittar þeim sem efast; ef börnin eiga að ganga í skóla og taka þátt í tómstundum þá verða þau að vera bólusett. Samkvæmt könnunum hafa Frakkar þó verið meðal þeirra þjóða sem virðast tortryggnastar í garð bólusetninga. Árið 2005 sögðust 90% vera fylgjandi bólusetningum en Jocelyn Raude, prófessor í lýðheilsufræðum við École des Hautes Études en Santé Publique, segir ýmsa atburði hafa sáð efasemdum meðal fólks. Rétt fyrir aldamótin var til dæmis ráðist í átak til að bólusetja börn gegn lifrarbólgu B en á sama tíma fjölgaði greiningum á MS. Rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl þarna á milli en tilviljunin er engu að síður sögð hafa haft áhrif á afstöðu Frakka til bólusetninga. Þá kom upp hneykslismál árið 1991, sem tengdist reyndar ekki bóluefnum, þar sem heilbrigðisyfirvöld urðu uppvís að því að hafa gefið einstaklingum sem þjáðust af dreyrasýki HIV-mengaðar blóðhluta. Samkvæmt Raude var það þó hinn svokallaði H1N1 skandall árið 2009 sem olli einna mestum skaða en þá pöntuðu frönsk yfirvöld 94 milljón skammta af bóluefninu gegn svínaflensunni svokölluðu. 323 létu lífið af völdum H1N1 í Frakklandi, 6 milljónir voru bólusettar, 19 milljón skömmtum fargað og afgangnum skilað. Kostnaðurinn við ævintýrið var metinn á 60 milljarða króna. Sérfræðingar segja efasemdir Frakka ekki snúast um bóluefnin sjálf.epa/Christophe Petit Tesson Ef þú treystir ekki sérfræðingum, ferðu ekki að ráðum þeirra Að sögn Raude gerði enn eitt hneykslið útslagið hvað varðar traust fólks til embættismanna og læknastéttarinnar. Það var þegar lyfið Mediator, sem ætlað var sykursjúkum, var ávísað til einstaklinga sem vildu létta sig. Lyfið var á endanum talið hafa átt þátt í 500 til 1.200 dauðsföllum á þremur áratugum og framleiðandi þess var ákærður fyrir manndráp. Þá voru aðrir, meðal annars embættismenn sem fengu einnig greitt fyrir ráðgjöf til lyfjafyrirtækja, einnig ákærðir. Úrskurðar í málinu er að vænta í mars. „Þetta gerði útslagið. Mediator-hneykslið staðfesti í huga fólks hugmyndina um spillingu milli embættismanna og lyfjafyrirtækja í Frakklandi; að þetta snérist um viðskipti en ekki heilbrigðisöryggi,“ segir Raude. Þá segir hann vantraust í garð lækna og vísindamanna aðra orsök efasemdanna. Orsaksambandið sé augljóst; ef þú treystir ekki sérfræðingunum, þá ferðu ekki að ráðleggingum þeirra. Vignaud segir tortryggnina ekki snúast um bóluefnin sjálf heldur afstöðu Frakka til stjórnmálamanna, lækna, sérfræðinga og fjölmiðlamanna. „Það eru ekkert fleiri harðir efasemdamenn í Frakklandi en annars staðar. Það sem við búum við er ákveðin óánægja með stjórnmálastéttina,“ segir hann. Miklar kröfur séu gerðar til ríkisins en fólk verði jafnan fyrir vonbrigðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent