Tuttugu og sex greindust jákvæðir fyrir covid á landamærunum í gær en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Evrópu.
Við segjum líka frá því að Heilbrigðisráðherra hefur frestað breytingum á skimunum fyrir brjóstakrabbameini. Konum býðst því áfram að fara í skimun frá fertugu.
Eftir rúma klukkustund greiða fulltrúardeildaþingmenn í Bandaríkjunum atkvæði um að ákæra Trump forseta fyrir embættisbrot. Við fjöllum það og heyrum frá okkar manni í Bolungarvík, þar sem stórviðburður ársins er árlegt Þorrablót. En verður það í ár?
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.